Gestabók
3.4.2013 kl. 18:09
En hvað síðan er orðin glæsileg og gaman að sjá þessar fínu skírnarmyndir. Annars vorum við Baldur Steinn að skoða gamlar hlaupabólumyndir af Þorláki og Mörtu Guðrúnu og bera bólurnar saman við hans bólur :)
Sigrún og Baldur Steinn
28.4.2011 kl. 21:07
Afmæliskveðja
Til hamingju með afmælið þitt Marta Guðrún! Knús og kossar frá öllum í Ánanaustum :)
Sigrún og Baldur Steinn
28.1.2011 kl. 15:46
Hæ öll
Ég sé að hlaupabólan hefur heimsótt ykkur. Litlu snúllurnar, þetta er erfitt á meðan á þessu stendur en alltaf gott þegar þetta er búið. Stelpurnar okkar eiga eftir að fá þetta...það hlýtur að koma að því.
Bestu kveðjur í Skálahlíðina,
Kristín og co
Kristín J
25.10.2010 kl. 16:09
Kvitt
Alltaf gaman að skoða nýjar myndir af systurbörnum mínum :)
Sigrún og Baldur Steinn
7.8.2010 kl. 0:50
Til hamingju!
Kíkti hér inn til að fá update af þér/ykkur og sé að þið eruð flutt inn í nýja húsið. Það er ekkert smá glæsilegt og vonandi mun ykkur líða mjög vel þar :)
Sóley HR
12.4.2010 kl. 19:46
Falleg börn og glæsilegt hús
Gaman að skoða myndir af ykkur fallega fjölskylda!! Langar voða mikið að fara sjá ykkur, verðum í bandi! Kveðja Anna Ýr
Anna Ýr
27.3.2010 kl. 23:59
Ví gaman að sjá nýjar myndir! Skemmtilegar myndir og gaman að sjá hvað húsið er orðið glæsilegt :)
Sigrún
28.12.2009 kl. 17:48
Jæja á ekki að fara að setja inn jólamyndirnar? :) Og til hamingju með 8 mánaða afmælið Marta Guðrún!
Sigrún móða
19.8.2009 kl. 20:46
En gaman að sjá nýjar myndir! Það hefur greinilega verið hörkufjör í útilegunum í sumar :)
Sigrún móða
6.7.2009 kl. 9:24
Fallegar mæðgur
Mikið varstu sæt á útskriftinni Guðlín! Og Marta Guðrún braggast greinilega vel -megamikil dúlla ;)
Valborg
12.5.2009 kl. 13:57
Hún er yndisleg.. það var gaman að fá að koma og sjá hana um daginn og líka frábært að fá að fylgjast með á netinu :)
Valborg
29.4.2009 kl. 22:32
Til hamingju !
Kæra fjölskylda.
Innilegar hamingjuóskir með litlu prinsessuna, hún er alveg yndisleg.
Kærar kveðjur frá Hvolsvelli.
Hjálmar og Dísa
Heiðrún og Fanndís
29.4.2009 kl. 19:49
Til hamingu
Elsku fjöldkylda, innilega til hamingju með litla gullmolann. Hlakka til að koma og hitta ykkur, þangað til risaknús!
Alma Ýr
Alma Ýr
29.4.2009 kl. 17:55
Til hamingju.
Til hamingju með litlu dúlluna,, hún er ekkert smá flott. Gangi ykkur vel. Dóra frænka á Hvolsvelli.
Dóra frænka
29.4.2009 kl. 14:19
Til hamingju með prinsessuna !!
Til hamingju með prinsessuna kæra fjölskylda !! hún er yndisleg á myndunum og Þorlákur greinilega stækkað um nokkra sentimetra við að verða stóri bróðir :) Gangi ykkur vel :)
Sonja Bjarna
28.4.2009 kl. 20:20
Til hamingju!
Innilega til hamingju með prinsessuna og Þorlákur til hamingju með litlu systur, hlakka til að sjá myndir, gangi ykkur vel, kveðja Ragga, Einar, Helena og Eyþór
Ragga
28.4.2009 kl. 17:53
Hæ hæ,
Það er naumast að Þorlákur er duglegur að hjálpa, frábært fyrir pabba að hafa svona aðstoðarmann. Bíð spennt eftir fréttum af lítilli frænku, ætlar hún að láta eitthvað bíða eftir sér...? Vona að allt gangi vel ;o)
Bestu kveðjur að norðan, Erla & co.
Erla
24.3.2009 kl. 10:38
Vona að allt gangi vel :)
Knús Beta og EM
Beta
6.2.2009 kl. 10:21
Til hamingju með...
...fokhelda húsið. Það er alltaf viss áfangi þegar þetta er komið ;o)
Rosalega er Þorlákur góður að leyfa þér að klippa sig. Ég ætlaði nú að reyna að spara í kreppunni og klippa Álfrúnu sjálf en sénsinn bensinn að hún vildi leyfa mömmu gömlu það. Hún sat hins vegar eins og stytta hjá Sæsu og co og fannst voða gaman í klippingu. Það verður að vera fagmaður í hverju horni hjá minni.
Heyrumst,
KJ
Kristín
24.1.2009 kl. 21:02
Gleðilegt ár.
Halló og gleðilegt ár. Við erum netsambanslaus hér á Íaltílu og erum því dáldið sein með kveðjur og önnur internetsamskipti. Hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári. Kveðja, Hemmi, Ragga og Hildur Kristín.
Hemmi
15.1.2009 kl. 16:53
Innilega til hamingju með bumbubúann og gleðilegt ár :-) gaman að skoða myndirnar og fylgjast með
Kveðja Jóna og co í Horsens
Jóna og co
8.1.2009 kl. 21:18
Gleðileg jól og gleðilegt ár, takk fyrir allt það gamla :). Ég verð mikið í orkugarði á næstunni, ert þú kannski búin þar?
Beta og Einar Máni
5.1.2009 kl. 22:29
Ákvað að skilja eftir mig smá spor í gestabókinni til að óska ykkur til hamingju - aftur. Gaman að sjá bumbumyndir!
Sóley HR
9.12.2008 kl. 11:56
Jiii en skemmtilegt að sjá myndir af frænku! Hlakka til að fá að hitta litlu Magnúsínu :c)
Sigrún móða
8.12.2008 kl. 17:31
Hæ hæ, já sundið er dásamlegt;) Hlakka til að hitta ykkur næst hér í okkar laug;);)
Erla Guðfinna
3.11.2008 kl. 17:46
Hahahahahahah þessir búningar ykkar eru alveg frábærir! Gumminn klikkar ekki :D
Sigrún móða
3.11.2008 kl. 14:04
Sjitt hvað Guðmundur í Byrginu er ógeðslega fyndinn. Góð hugmynd. Annars þá er ég viss um að þú berir stúlkubarn undir belti þar sem barnið er með allt annað höfuðlag en Þorlákur :)
Valborg og Þórdís
2.11.2008 kl. 15:41
Innilegar hamingjuóskir
Innilega til hamingju með bumbubúann og nýbygginguna. Við Kristín vorum einmitt að tala um það um daginn að þið hlytuð að fara að koma með annað barn, þá hefur það verið komið af stað en við bara vissum það ekki ;0)
Gangi ykkur allt í haginn.
Bestu kveðjur frá Svínavatni.
Erla Gunnarsdóttir
31.10.2008 kl. 23:32
Frábærar fréttir! Innilega til hamingju :D Þið verðið auðvitað að fylla öll herbergin í nýja húsinu af börnum! Er það ekki málið í kreppum ;)
Bestu kveðjur
Agnes, Daníel og Ísak Sindri
Agnes
30.10.2008 kl. 21:33
Innilega til hamingju með bumbubúann! Glæsilegt!
Sjáumst vonandi bráðum
Kv.Rúna, Gunni og Steinunn Erla
Rúna
30.10.2008 kl. 20:56
hæhæ kæra fjölskylda,
innilega til hamingju með litla bumbubúann, frábærar fréttir
kveðja Ragga, Einar og Helena
Ragga
14.10.2008 kl. 23:39
Flottur frændi
Hæ hæ kæra fjölskylda.
Við sjáum hellings svip með þeim Þorláki og Jens Óla. Þetta verða sko flottir frændur :o)
Hils
Helga og fjölskylda
21.9.2008 kl. 16:19
Takk fyrir síðast, æðislegt að fá að hitta ykkur svona í sveitinni :) Rosalega flott nýja húsið...það verður nú aldeilis gaman að koma þangað í heimsókn. Knús úr Kópavoginum
Beta og Einar Máni
14.9.2008 kl. 18:00
Oooo...Hlakka til að vera boðin í rótsterkan and.. í stofunni í þessu húsi og njóta útsýnisins;) Kveðja Sabína
Sabína
26.8.2008 kl. 11:04
Útsýnið..
.. alveg glatað.. nei ég get nú ekki annað sagt en að ég sé pínku abbó yfir þessu frábæra umhverfi sem þið eruð að byggja í :) Skemmtilegar myndir frá Níkaragva og Þórlákur algjört rúsínurassgat!
Valborg
26.8.2008 kl. 10:26
VÁ, allt að gerast...
...í húsbyggingum. Það væri gaman að kíkja á höllina við tækifæri. Þið hafið enn rúmlega 3 ár til stefnu ;o)
Sjáumst,
Arngeirsstaðafrúin
Kristín
14.8.2008 kl. 21:00
WOOOOWW margar myndir! Afskaplega skemmtilegar myndir og það hefur greinilega verið nóg að gera hjá ykkur undanfarið
Sigrún móða
14.8.2008 kl. 12:17
Flottur
Hæ frændi. Rosalega ertu duglegur að hjálpa pabba í garðinum. Er ekki gaman að vera kominn á leikskóla ???
Kv, Helga frænka og fjsk.
Helga og Tralli
29.7.2008 kl. 21:53
Ji hvað ég hlakka til að heyra ferðasögurnar...þurfum að fara að plana hitting allar píurnar.
Knús til allra:)
Alma Ýr
24.7.2008 kl. 9:34
þyrluflug yfir NY.....váááá en gaman. Svo farið til Nicaracua, það eru nú meiri ævintýrin sem þú ert í Guðlín. Bestu kveðjur frá nágrönnunum.
Láretta Georgsdóttir
21.7.2008 kl. 9:52
takk fyrir mig
gaman að kíkja við og skoða fullt af myndum - þú ert aldeilis búin að vera á farldsfæti Guðlín mín ;)
Berglind Elva Tryggvadóttir
12.7.2008 kl. 16:01
Velkomin á klakann, hlakka til að heyra ferðasöguna;) kv.Sabína
Sabína
4.7.2008 kl. 10:36
Halló halló
Mig langaði bara að senda góðar kveðjur til Nicaragua mín kæra. Ég vona að þú hafir það gott og njótir ferðarinnar.
Sjáumst,
Kristín
Kristín Jóhó
27.5.2008 kl. 4:16
Rambaði hér inn
Sæl Guðlín..
Má til með að kvitta fyrir mig. Gaman að skoða myndrinar.
Myndarlegur strákur hann Þorlákur.
kveðja frá Seattle
Þorbjörg Tryggvadóttir
3.5.2008 kl. 19:27
Halló kútur, alltaf jafn gaman að kikka hér inn, pabbi þinn frekar vígalegur á gröfunni.. spælandi að þú skyldir ekki fá að taka í hana;)
Sé þig í sumar.
Kveðja frá Dublin
Sabína
Sabína
1.5.2008 kl. 23:56
Hæ hæ Guðlín, ég er mikið búin að velta því fyrir mér hvar þið séuð að fara að byggja, og ég bara hreinlega sé húsið mitt á myndunum og garðinn minn;) Gaman gaman, vonandi rekumst við á fljótlega;) Kv. Erla Hjallahlíð 8,.
Erla Guðfinna
19.4.2008 kl. 17:36
Sæl og blessuð Guðlín!
Líst vel á grunninn að framtíðarhúsinu. Gangi ykkur vel með það ;)
Kv, Begga úr Héró
Begga
17.4.2008 kl. 11:37
Veivei, loksins komnar nýjar myndir! Gaman gaman :)
Sigrún móða
10.4.2008 kl. 10:36
Hæ kappi, ekkert smá flottur í bleiku peysunni og með þessi flottu leikföng..hahaha Ætla að reyna að koma í heimsókn áður en ég fer út sjálf;)
Kv.Sabína
Sabína
1.4.2008 kl. 16:25
Elsku Þorlákur.
Innilega til hamingju með 2ja ára afmælið - aldeilis orðinn stór strákur:)
Bið að heilsa ma&pa, knús Alma
Alma Ýr
30.3.2008 kl. 12:37
Gaman að finna ykkur hér
Sæl Guðlín, það er núi orðið svolítið langt síðan síðast - rosalega gaman að rekast á síðuna ykkar
bestu kveðjur úr Árbænum
Berglind Elva frá Hvolsvelli
Berglind Elva Tryggvadóttir
26.3.2008 kl. 23:24
Til hamingju með afmælið!!!
Innilega til hamingju með tvö árin í gær Þorlákur!
Ég vona að þú hafir átt frábæran afmælisdag og að afmælisóskin rætist!
Kveðja,
Sigrún og Obba Dóra
Sigrún og Obba Dóra
26.3.2008 kl. 22:15
Til hamingju með afmælið
elsku Þorlákur, innilega til hamingju með afmælið um daginn, við erum pínu seint á ferðinni...
Við þurfum svo endilega að fara að hittast,einhver þarf að fara að skipuleggja brunch!
kveðja úr Hagalandinu
Ragga, Einar og Helena
Ragnheiður Gunnarsdóttir
25.3.2008 kl. 22:44
Enn og aftur til hamingju með afmælið elsku Þorlákur minn!
Knús
Sigga móða
Sigrún móða
25.3.2008 kl. 15:31
Tveggja ára töffari
Innilega til hamingju með daginn Þorlákur okkar! Mikið ertu nú orðinn stór og flottur strákur.
Vonandi hafið þið það sem allra best í dag.
Kveðja úr Súluhöfða
Rúna, Gunni og Steinunn Erla
25.3.2008 kl. 9:47
Til hamingju með afmælið
Halló afmælisstrákur
Til hamingju með 2 ára afmælið. Rosalega ertu orðinn stór strákur......tíminn SVO fljótur að líða. Bestu kveðjur til þeirra gömlu ;o)
Arngeirsstaðaþrennan
Kristín og Álfrún Inga
12.3.2008 kl. 11:14
Afríkukveðjur
Hæ sæti Þorlákur, Mikið rosalega ertu orðinn stór og myndarlegur. Ótrúlega gaman að fylgjast með þér á þessum myndum. Gefðu mömmu knús og kossa frá mér í Afríkunni og segðu henni að hún líti rosalega vel út. Hlakka til að sjá ykkur í ágúst!=)
Kærar kveðjur, Ýr
Ýr
5.3.2008 kl. 22:21
glöð og hissa
mikið rosalega var gaman að rekast á myndir af ykkur sérstaklega af fallega stráknum ykkar. kv. Brynja
Brynja Rut Sigurðardóttir
26.2.2008 kl. 11:34
Kvitt
Gaman að rekast á síðuna ykkar.
Bið að heilsa kveðja Kristín
Kristín Hrefna Leifsdóttir
22.2.2008 kl. 9:06
Þorlákur , á mamma afmæli?
Til hamingju með afmælið Guðlín :-)
knús Jóna
Jóna
13.2.2008 kl. 15:02
Kíkjum hingað inn reglulega og fylgjumst með þér elsku Þorlákur. Biðjum kærlega að heilsa mömmu og pabba og hlökkum til að hitta ykkur næst. Kv. Arndís, Ási og Arnar Darri.
Arndís Sveinsdóttir
10.2.2008 kl. 16:41
Halló elsku vinur. Ekkert smá gaman að fá þig í heimsókn um daginn, komdu sem oftast. Hlakka til að sjá þig og mömmu þína þegar ég kem næst á klakann.
Knús Sabína í Dublin
Sabína
5.2.2008 kl. 8:28
Jibbí, gaman að sjá nýjar myndir af þér! Þú ert náttúrulega alltaf jafn sætur!
Sigrún móða
1.12.2007 kl. 0:32
Hæ hæ Þorlákur sæti. Gaman að fylgjast með þér hér líka en við hlökkum til að hitta þig aftur fljótlega, og auðvitað foreldrana líka. Kær kveðja frá okkur.
Arndís, Ási og guttinn
16.11.2007 kl. 11:27
Jæja það er alltaf fjör í kringum þig, flottur með hálf hattinn!!! Ég er ekkert smá öfundsjúk með lóðina með þið eruð að fara byggja á, en þið færist alltaf nær og nær okkur. Viljið þið ekki bara flytja inn til okkar;)
Láretta
12.11.2007 kl. 21:12
Vá hvað litli prinsinn er orðin stór. Það má eiginlega segja það Þorlákur að síðast þegar við sáum þig þá varstu algjört baby en núna ertu orðin stór strákur. Það var gaman að skoða skemmtilegar og flottar myndir. Biðjum að heilsa öllum.
Knúsi,knús
Halla Rós og stelpurnar
Halla Rós
1.11.2007 kl. 14:20
Þú ert nú meiri snúllinn! Góður í húsbóndastólnum :) Hlakka til að fá þig í heimsókn á morgun.
Kveðja
Sigrún móða
31.10.2007 kl. 8:35
Sko mína bara að fara byggja.
Líst vel á þig.
Kv, Begga.
Begga
25.10.2007 kl. 22:58
Hæ sæti!
Þú ert algjört yndi! Kysstu nú mömmu þína einn orkukoss frá mér, veit að það er mikið að gera í skólanum. Þínar vinkonur Anna Ýr og Elísa Björk
Anna Ýr
2.10.2007 kl. 14:00
Þú ert nú meiri molinn, jedúdda mía!!! Bið að heilsa gamal settinu, knús.
Alm Ýr
4.9.2007 kl. 21:52
Sæll kæri nágranni, þú ert aldeilis orðin stór, algert krútt.. Sjáumst vonandi í hverfinu, kv. Erla og Co.
Erla Guðfinna
13.8.2007 kl. 13:10
Litli töffari!
Það er ekkert smá sem þú ert orðinn duglegur!
Ég sé að þið hafið heimsótt marga sömu staðina og við í sumar. Við keyrðum einmitt hringinn og planað var að stoppa á Skriðuklaustri eins og þið gerðuð, nema það varð smá misskilningur um staðsetninguna. Afinn hélt að það væri hjá Klaustri, hehe. En það bíður betri tíma :o)
Biðjum að heilsa öllum og vonum að þið hafið það súper gott!
*knús*
Sigrún og Obba Dóra
Sigrún og Obba Dóra
5.8.2007 kl. 10:09
Algjör snillingur!!!
Myndbandið er tær snilld! Rosalega gaman að sjá hann ganga. Koss yfir Anna Ýr pS Við búum nú í íbúðinni hjá tengdó í miðbænum svo endilega kíkið ef þið eruð á ferðinni!!
Anna Ýr
25.7.2007 kl. 23:14
Kveðja úr Hagalandinu
Hæhæ sæti, aldeilis flottar myndir af þér og greinilega mikið að gerast hjá þér,ferðalög og fleira
hafðu það áfram gott í blíðunni
sjáumst vonandi fljótlega
kv
Ragga,Einar og Helena
Ragga
24.7.2007 kl. 10:46
Hæ öll
Takk fyrir samveruna um helgina, það var rosalega gaman að þið skylduð koma. Ég vona að það sé gaman í hringferðinni. Sjáumst.
Kristín
Kristín Jóhó
9.7.2007 kl. 20:47
Sumarstrákur
Rosalega ertu orðinn stór og flottur strákur og myndast svona líka svakalega vel! Frábærar þessar af þér í húsbóndastólnum, kominn tími til að segja gamla settinu hver ræður á heimilinu:)
Kv. Steinunn Erla og gamlingjarnir
Steinunn Erla
2.7.2007 kl. 22:37
Jiii en hvað það er sniðugt að fá að sjá myndbönd af þér sæti frændi!! Ég vona nú að ég fái að sjá þig fljótlega...
Kveðja Sigrún
Sigrún móða
19.6.2007 kl. 11:14
Hæ
Var aðeins að stelast í vinnutímanum að skoða litla vinnumanninn. Fáum vonandi að sjá ykkur sem fyrst.
Arngeirsstaðafrúin
Kristín Jóhó
13.6.2007 kl. 16:33
OMG...
Jedúdda mía hvað þetta var geggjað, takk svooo mikið fyrir síðast. ég neyðist til þess að eyðileggja myndavélina þína næst þegar ég sé hana eða fara í lýtaaðgerð eða e-ð betra, þetta er náttúrulega ekki hægt - blessað barnið að þurfa að hafa þetta ófrýni á síðunni sinni. Skál fyrir því...hlakka til næstu sveitaveislu á Torfastöðum, jibbý kleina.
Alma Ýr
12.6.2007 kl. 9:12
Það hefur greinilega verið afskaplega mikið stuð á gamla settinu í Bretlandi! Skemmtilegar myndir:-)
Sigrún móða
9.6.2007 kl. 11:00
Gleðilegt sumar!
Hæ sæti! Þú ert nú algjört yndi, brosandi á öllum myndum. Elísa Björk er farin að "æfa" hjá Snorra í Moso svo gaman væri að fá að kíkja á ykkur þegar þú og mamma þín eruð komin í sumarfrí. Hlökkum til að sjá ykkur, kveðja Anna Ýr og Elísa Björk
Anna Ýr
23.5.2007 kl. 9:44
Hæ Þorlákur!
Til hamingju með tönnsluna þína og með labbið. Núna fær mamma þín nóg að gera við að hlaupa á eftir þér, híhí.
Við sjáumst hjá dagmömmunum! Mamma biður að heilsa settinu þín :o)
*knús*
Obba Dóra & co
Obba Dóra
15.5.2007 kl. 23:08
Heyrðu nú mig, ætlar mamma þín ekkert að fara að setja inn nýjar myndir af þér Þorlákur? Maður þarf nú að sjá hvað þú hefur breyst mikið í maí ;-)
Kveðja
Sigrún móða
6.5.2007 kl. 15:19
vá orðin 1 árs, til hamingju
hvað tíminn líður hratt. Frekar ánægð með að þér finnst tómatar svona góðir, enda sjálf alin upp í tómata húsi!!!
Hafið það gott nágrannar!
Láretta
30.4.2007 kl. 10:50
Til hamingju!
Til hamingju með tönnina þína elsku Þorlákur!! Hún hlaut að koma að lokum:-)
Kveðja
Sigrún móða
Sigrún móða
14.4.2007 kl. 10:06
Til hamingju!!
Vá hvað tíminn er fljótur að líða, trúi því varla að þú sért orðinn eins árs. Innilega til hamingju sæti strákur! Hlökkum mikið til að sjá ykkur þegar mamma þín verður búin með próf og verkefni. Alltaf velkominn á Reynimel! Koss til þín og lærdómskveðjur til mömmu. Þínar vinkonur Anna Ýr og ELísa Björk
Anna Ýr
10.4.2007 kl. 11:48
Til lukku með daginn elsku Þorlákur...sammála RÖggu með kveðjurnar séu svo lengi að berast upp í sveit...knús knús.
Alma
29.3.2007 kl. 17:50
Afmælissnúður
Til hamingju með afmælið þann 25. mars. Kveðjurnar eru svo lengi á leiðinni frá nesinu.
Kveðja Ragga og CO
Frú Ragnhildur
29.3.2007 kl. 11:11
Það er nú meira hvað þú átt sætan strák Guðlín ... algjört kjútí. Þurfum nú að fara hittast á Amokka við skvísurnar, ekki satt?
Bestu kveðjur,Begga.
Begga (lögritaragella) :)
28.3.2007 kl. 20:15
afmæliskveðja í seinna lagi
Elsku Þorlákur, innilega til hamingju með 1 árs afmælið, orðin svo stór og flottur strákur, biðjum að heilsa mömmu og pabba, vonandi hittumst við fljótlega
kveðja Ragga, Einar og Helena
27.3.2007 kl. 11:01
Til hamingju með 1.árs afmælið þitt elsku Þorlákur;) kv.Sabína
Sabína st.
26.3.2007 kl. 21:31
Komið þið sæl gullin mín og til hamingju með ykkar glæsta hrút sem passar vel inn í ættina.Þetta skrifar enn einn hrúturiinn. Til hamingj með lífið og framtíðin býður eftir ykku.
Það var gaman að skoða myndirnar ykkar.
Héðan á Spáni er allt gott að frétta og Svala biður fyrir kærudtu kveðjur til ykkar allra.
Guð og náttúran er með ykkur á öllum ykkar leiðum um heim inn.
Ykkar vinur Haddi frændi
Haddi frændi org Svala
25.3.2007 kl. 21:03
Hæ sæti!
Innilega til hamingju með eins árs afmælið. Hafðu það sem allra best kæri vinur. Biðjum að heisa mömmu þinni og pabba.
kærar kveðjur
Auður, Stulli og börn
Auður,Stulli og börn
25.3.2007 kl. 14:33
1 árs! :-)
Elsku Þorlákur okkar.
Til hamingju með afmælið:)Njóttu dagsins sæti strákur!
Kveðja frá Gaulverjabæ.
Stína og fjölsk. Gaulverjabæ
25.3.2007 kl. 10:41
Afmælisstrákur!
Elsku Þorlákur!
Innilega til hamingju með fyrsta afmælisdaginn þinn. Hafðu það sem allra best í dag duglegi strákur.
Kveðja Rúna, Gunni og Steinunn Erla
Rúna
15.3.2007 kl. 12:57
Hóhó
Það er farið að styttast ískyggilega mikið í afmæli aldarinnar:) Bara tíu dagar...
Hlakka til að hafa þig um helgina sæti!
Kveðja
Sigrún móða skjóða
Sigrún móða
24.2.2007 kl. 18:39
Hæ öll
Það er greinilega orðið allt of langt síðan að við höfum hist því Þorlákur er orðinn svo stór. Gaman að sjá hvað hann er orðinn duglegur við að reyna að labba.
Sjáumst vonandi fljótlega.
StínaFína
Kristín Jóhó
22.2.2007 kl. 22:32
Til lukku með daginn:)
20+ er ekki svo slæmt, elsku Guðlín:)
Kveðja, Sabína
Sabína Steinunn
19.2.2007 kl. 14:15
Hæ Þorlákur!!!
Rosalega flottar og skemmtilegar myndirnar af þér! Við sjáumst hress og kát hjá Ingu og Þóru á morgun svo við getum leikið okkur saman! Mamma biður að heilsa settinu þínu.
Kveðja,
Obba Dóra
ps. maturinn má alveg subbast út um allt! það er svo gaman að læra setja uppí sig sjálfur *tíst*
Obba Dóra
5.2.2007 kl. 19:23
Afríkukveðja!
Sæll Þorlákur,
Þú heldur enn áfram að verða sætari og myndarlegri með hverjum deginum! Gaman að sjá hvað þið eruð glaðlynd fjölskylda! Bið að heilsa gamla settinu;)
Sólarkveðja,
Ýr
Ýr
21.1.2007 kl. 22:03
Hæ hæ
Þú ert nú meiri prinsinn Þorlákur,við skemmtum okkur konunglega að skoða myndir af svona sætum strák. Þú ert búin að stækka svo mikið enda alveg að verða 1 árs.
Sendum þér risa knús.
Kveðja Halla Rós og stelpurnar
P.s Biðjum að heilsa mömmu og pabba
Halla Rós
25.12.2006 kl. 1:00
Jólajól
Við óskum ykkur gleðilegra jóla kæra fjölskylda og vonum að þið hafið það gott yfir áthátíðina!
Já, og Þorlákur minn til hamingju með daginn þann 23. ekki allir sem eiga sérstakan dag á árinu:)
Jólakveðja Súlustaðasveinkar
Rúna og co
21.12.2006 kl. 15:36
Það hefur greinilega verið hörkufjör í kóngsins Köbenhavn hjá gamla settinu:-) Skemmtilegar myndir af ykkur öllum! Sjáumst fljótlega
Sigrún móða
14.12.2006 kl. 23:39
Hæ, hæ.
Vildi kvitta fyrir heimsókninni. Rosa skemmtilegar sundmyndir, það er greinilga svaða stuð að Skálatúni.
Ef við heyrumst ekki fyrir jólin þá óskum við ykkur Gleðilegra jóla og heyrumst á nýju ári.
Kveðja
Ólafía og Bogi
9.12.2006 kl. 14:32
Hó hó hó
Fékk aðeins að kíkja á prinsinn í tölvunni hjá ömmu Guðrúnu og vildi kvitta fyrir mig ;o)
Sjáumst örugglega í kvöld.
Kristín
18.11.2006 kl. 21:17
Loksins:)
Loksins eru komnar nýjar myndir af þér sæti frændi! Bara skemmtilegar myndir :)
Sigrún móða
7.11.2006 kl. 23:21
Hæ sundgarpur..
rosalega erum við flott í sundinu;)he he og takk fyrir síðst, ánægð með mömmu þína að hóa í liðið.
Kveðja úr Eden Hills Sabína St.
Sabína Steinunn Halldórsdóttir
2.11.2006 kl. 21:01
Krúsilíurs !
Ég var ótrúlega óheppinn að missa af mjúku kinnunum þínum í saumó hjá ykkur mömmu um daginn:(
Held að það sé alveg kominn tími á þið litlu gaggó afkvæmi farið að hittast:)
Bið að heilsa mömmu og pabba
Kv Jensína & co
Jensína
21.10.2006 kl. 22:27
Kvitt kvitt!
Halló halló!
Þú er nú meiri gæinn!
Bara alltaf brosandi og kátur!
Gaman að skoða myndirnar af þér. Við sjáum að þér finnst gaman í sundi eins og okkur:) Við sjáumst kannski einhvern tímann í Árbæjarlauginni, hver veit!
Biðjum að heilsa í bæinn.
kv. Sjöfn, Bjössi og Dagur Örn
Sjöfn, Bjössi og Dagur Örn
21.10.2006 kl. 19:03
Tíminn flýgur hratt.....
Það er greinilegt að hlutirnir breytast í fjarveru okkar og Þorlákur er farinn að sitja og er orðinn grallaralegur. Fannst okkur grallarasvipurinn minna nokk á móðurina þegar sá gállinn er á henni.... en látum það liggja milli hluta:o).
Kveðja
Ólafía og Bogi
Ólafía og Bogi
18.10.2006 kl. 19:07
Herra Ísland 2026 fundinn??
Það er nú aldeilis að þú ert orðinn stór og mannalegur Þorlákur minn! Frábærar myndirnar af þér, maður fær bara ekki nóg af því að horfa á kappann! Þessi í kafi í sundi er sérstaklega glæsileg! Og svo bara farinn að sofa í sér herbergi, allt að gerast á Blikastöðum!
Sjáumst sem fyrst
Kveðja frá Súlugenginu
Steinunn Erla
15.10.2006 kl. 23:53
Hæ Blikastaðaprins...
..rosalega var ég heppin að hitta þig í sundi;) Ekkert smá gaman að sja hvað þú er duglegur. Kannski ég fái að kenna þér nokkur tök þegar þú verður eldri!!
Kveðja Sabína
Sabína Steinunn Halldórsdóttir
15.10.2006 kl. 22:02
Kveðja
Kæra fjölskylda,
Til hamingju með flottan strák og fallegt nafn! Þorlákur er skemmtileg blanda af báðum foreldrum sínum.
Bestu kveðjur,
Elín, Hlynur, Guðrún Eydís og Hekla Rakel
Elín
13.10.2006 kl. 21:05
Sundgarpurinn mikli
Ja hérna hvað þú ert duglegur í sundinu, CD var aðeins lengur að ná þessu "standa í höndunum". En hann náði þessu eftir ca 2 mánuði í ungbarnasundinu hehe. Já og bara kominn í sér herbergi, voða flott snáði.
Kveðja úr Hulduhlíðinni
Láretta
13.10.2006 kl. 10:38
Blessaður og sæll Þorlákur, mikið ertu sætur strákur. Hverjum ertu nú líkur? Rosalega ertu duglegur í ungbarnasundinu. Gaman að fá að kíkja á síðuna þína og sjá þig. Hafið það sem allra best í mosó. kveðja Sóley, Sæunn og Kiddi
Sóley Rán, Sæunn og Kiddi
9.10.2006 kl. 21:03
Greinilega alltaf stuð í Mósó!!!
Þótt við séum fjarri góðu gamni. Gaman að sjá að nágranninn vex og dafnar. Hann ber af í ungbarnasundinu... svo sem ekki við öðru að búast!!
Kveðjur frá Leuven
Ólafía og Bogi
Ólafía og Bogi
9.10.2006 kl. 15:37
Bara sætastur
Halló sæti snáði! Ég varð bara að kíkja á myndirnar eftir að hafa hitt mömmu þína síðasta föstudag, alltaf svo hrikalega hress kellan. Þú ert ekkert smá flottur og brosmildur sundkappi. Verð að fara að kíkja á ykkur familíuna...gengur ekki! Knús í krús, Alma
Alma Ýr
23.9.2006 kl. 12:20
Herra kátur
Ji hvað maður er orðinn stór og duglegur strákur.Farinn að sofa einn í herbergi og alles.Gaman að skoða nýju myndirnar af þér enda alltaf svo kátur
kv Ragga og family
Ragnhildur Elín Lárusdóttir
15.9.2006 kl. 12:29
Sæll elsku frændi
mikið er gaman að sjá allar sundmyndirnar af þér og ekkert smá duglegur í því sem þú ert að gera og takk kærlega fyrir síðast þegar þú,mammaþín og Sigrún komuð í heimsókn til mín það var mikið gaman að fá ykkur Stórt knúss til þín frá mér,,,,, vonandi sjáumst við fljótlega kærar kveðjur til mömmu og pabba þín frænka Gróa
Gróa frænka
14.9.2006 kl. 14:53
Hæ
Gaman að skoða myndirnar af sundkappanum litla. Sjáumst vonandi fljótlega.
Kristín og Álfrún Inga
6.9.2006 kl. 7:48
Hæ Hæ
Rosalega stækkar þú hratt Þorlákur, þú ert svakalega flottur strákur og gaman að skoða allar myndirnar. Við biðjum að heilsa.
Kveðja Halla Rós og co.
Halla Rós, Sandra Lilja, Sólbjörg Lind og Björgvin
4.9.2006 kl. 17:54
Brosmildasti töffarinn!
Hæhæ!
Mikið rosalega hefuru stækkað og dafnað síðan ég sá þig síðast!! Myndin af þér þar sem sólargeislinn er inn um rúðuna er BARA æði! Rosalega hefur líka verið gaman hjá þér í útlandi og rosalega er þetta fallegt land, mömmu langaði liggur við að bóka ferð þangað út!
Bumbo stóllinn stendur alveg fyrir sínu, mér finnst líka rosa gaman að sitja í mínum =D
Bið að heilsa mömmu þinni og pabba!
*knús*
Obba Dóra & co
Sigrún Huld og Þorbjörg Halldóra
1.9.2006 kl. 15:09
Hvílík hamingja!
Hæ hæ,
það er greinilega gaman að vera Þorlákur...alltaf brosandi og hlæjandi bara....sennilega er það af því að mamma þín er svo fáránlega fyndin og góð í að segja brandara :o)
Kærar kveðjur úr skólanum,
Gugga
Gugga úr HR
27.8.2006 kl. 22:36
Bara sætur!!
Vá hvað þú ert orðinn stór og flottur strákur! Alltaf brosandi og kátur enda hefurðu ekki langt að sækja það:) Frábært hvað allt gekk vel í útlandinu, þú ert greinilega algjör draumaferðafélagi!
Sjáumst vonandi fljótlega
Bestu kveðjur frá Rúnu, Gunna og Steinunni Erlu
Rúna
27.8.2006 kl. 19:35
Sætastur!!
Ofsalega gaman að sjá myndirnar af þér Þorlákur! Þú ert greinilega algjört yndi. Þið hafið greinilega skoðað margt í ferðinni. Hlakka til að heyra meir á fimmtudaginn, kveðja Anna Ýr
Anna Ýr
23.8.2006 kl. 13:53
Takk kærlega fyrir síðast elsku frændi
Aldeilis er gaman að sjá myndirnar frá Króatíu og ekki smá gaman þar og þú varst algjör draumur þægur og svo góður, alltaf brosandi í þessu langa ferðalagi sem við fórum í saman ,, ég sakna þín nú þegar, takk fyrir yndislegar stundir sem við áttum saman síðustu tvær vikur elsku frændi minn stórt knús og margir kossar ,bið kærlega að heilsa mömmu og pabba
Gróa frænka
1.8.2006 kl. 18:54
Takk fyrir síðast...
Halló Blikastaðaprins, maður verður nú að kvitta fyrir sig. Þú ert alltaf jafn sætur og kátur;) Hlakka til að sjá þig næst.
Kveðja Sabína St.
Sabína St.
31.7.2006 kl. 22:43
Mikið er gaman að líta hér við og sjá allar myndirnar af flotta stráknum. Innilega til hamingju með strákinn!! Góða ferð til útlanda.
Kveðja
Bjarney og Freyja
31.7.2006 kl. 15:31
Sjarmörinn!
Hæ hæ bara að kvitta fyrir innlitið :)
Sætar myndirnar. Greinilegt að litli erfinginn er að stækka og dafna. Þvílíkt sjarmatröll :)
Tinna HR
28.7.2006 kl. 13:51
Þorlákur...
en hvað þú ert búin að stækka og dafna síðan ég sá þig síðast. (enda soldið langt síðan)
En hvað það verður gaman að fara til útlanda, enda einga sól að fá á þessu ÍS landi.
Hafðu það súper gott, bið að heilsa mö og pa.
kveðja úr nágrenninu
Láretta og kúlan
28.7.2006 kl. 11:07
Alltaf á flakkinu
Hæ Þorlákur
Ég er bara pínu öfundsjúk út í þig þar sem þú ert alltaf á ferðalagi og meira að segja á leiðinni til útlanda!!! Mamma sagði mér að þú værir að fara í útilegu um helgina og kannski fæ ég að fara líka - hey, þá hittumst við aftur:)
Farðu varlega elsku vinur,
Knús og kossar
þín vinkona Eydís Lilja
p.s. mamma biður voða vel að heilsa og hlakkar til að sjá ykkur aftur...
Eydís Lilja
25.7.2006 kl. 14:26
Kveðja frá frænku
Elsku vinur. Mikið er gaman að sjá allar myndirnar af þér og aldeilis ertu búinn að vera duglegur að ferðast ,ekkert smá orðinn stór.Hlakka mikið til að vera með þér í Króatíu ,við skulun aldeilis skemmta okkur vel þar !!!! Stórt knús til mömmu og pabba.
Gróa frænka
23.7.2006 kl. 23:01
mikið rosalega er hann búinn að vera duglegur að stækka síðan ég kíkti á hann síðast :) ... orðinn algjör töffari, bara farin að skreppa í tjald og heitan pott ;)
Kveðja
Hilda
Hilda Guðný
15.7.2006 kl. 12:14
Kveðjur úr Hveró
Hæ elsku Þorlákur
Takk fyrir komuna til okkar í Hveró, mikið rosalega var gaman að fá þig í heimsókn. Þú ert ROOOOSALEGA flottur strákur og það eiga sko fleiri pæjur eftir að slást um heldur en Emma Eir Dísudóttir (a.m.k. ein úr Húrí)!!!
Myndirnar á síðunni þinni eru æðislegar, enda gerist myndefnið ekki betra! Þegar við vorum að skoða fæðingarmyndirnar þá kom í ljós að Eva Laufey ljósmóðurnemi sem tók á móti þér tók líka á móti mér (en það var einmitt fyrsta vatnsfæðingin sem hún var viðstödd) - þvílík tilviljun hjá okkur!
Vonandi eigum við eftir að hittast fljótlega aftur, kannski þorir mamma að keyra með mig á Blikastaði??? En þangað til hafðu það gott og haltu áfram að vera duglegur í geirvörtudjúsnum :)
Gefðu mömmu og pabba eitt RISA knús frá okkur.
Kær kveðja
"Tilvonandi tengdadóttir úr Hveró" og Rakel
p.s. mamma er búin að fatta hvað málið er með litla puttann þinn en hún segir að það sé svona Dr. EVIL (1 MILLION $) svipur... Ég skil ekkert hvað hún meinar eiginlega með þessu???
Rakel og "Grjóna"
3.7.2006 kl. 13:28
Rokk on
Hæ elsku fjölskylda og takk fyrir síðast.Ekkert smá gaman að fá ykkur á nesið. Hann er alltaf jafn sætur og góður hann þorlákur
kv Ragga,Stebbi og snúðar
Ragnhildur Elín Lárusdóttir
23.6.2006 kl. 15:23
Elsku frændi minn, mikið ertu fallegur,ég er alveg búin að gleyma mer í myndaskoðun, gaman að sjá allar myndirnar af þér, mikið ertu orðin stór,vonandi sjáumst við sem fyrst, bið voða vel að heilsa mömmu og pabba . stórt knúss af því mér þykir svo mikið vænt um þig elsku vinur þín frænka Gróa.
Gróa frænka
22.6.2006 kl. 16:51
Það var gaman að goðar
mintir bless
Svavar og Marta
20.6.2006 kl. 20:52
Takk fyrir okkur síðasta sunnudaginn, þetta var ekkert smá flott hjá ykkur. Þorlákur er orðin svo stór og flottur strákur, vonandi sjáumst við fljótt aftur
kveðja úr Skeljatanganum
Ragnheiður Gunnarsdóttir
14.6.2006 kl. 19:07
Halló fjölskylda! Rosalega er Þorlákur að breytast og stækka... honum líður greinilega rosalega vel:)
Til hamingju með útskriftina Guðlín mín. Væri ofsalega gaman að fara sjá ykkur hvort sem þið kíktuð í vesturbæinn eða við í Mosfellsbæinn.Verðum í sambandi, bestu kveðjur Anna Ýr
Anna Ýr
7.6.2006 kl. 19:19
hæ
mikið var gaman að hitta þig og mömmu þína um daginn
Kristín Hrefna
7.6.2006 kl. 15:58
Gaman að sjá þig í gær
Hæ hæ litli töffari, takk fyrir síðast, það var svo gaman að sjá þig í gær. Já og til hamingju með nafnið þitt, það fer þér bara mjög vel.
Kveðja Jóna og co
Jóna og co
5.6.2006 kl. 23:11
Mikið er nú gaman að sjá nýjar myndir af þér sæti frændi!
Við sjáumst nú vonandi fljótlega.
Kv. Sigrún móða
Sigrún móða
30.5.2006 kl. 17:52
Halló Þorlákur!
Innilega til hamingju með fína nafnið þitt. Vonandi förum við nú að hittast:) Bið að heilsa mömmu og pabba
KV.Jensína & co
Jensína
25.5.2006 kl. 11:24
Hæ litli Þorlákur. Var aldrei búin að segja til hamingju með nafnið! Mér finnst það rosalega flott og fer þér mjög vel!! Þú ert nú meiri dúllan og það dafnar vel úr þér. Sé þig kannski aðeins í sumar í lok júní. Vertu nú góður við Bellu systur og mömmu og pabba. Bið að heilsa þeim. Kveðja Hulda pulda
Hulda
16.5.2006 kl. 13:26
Elsku Guðlín mín og Maggi að sjálfsögðu. Innilega til hamingju með litla snúðinn - hann er náttúrulega bara fallegastur :) Ég var að lesa fæðingarsöguna og gat ekki varist brosinu á nokkrum stöðum. Þú átt sko pottþétt eftir að vera 150% mamma, eins og í öllu öðru sem þú tekur þér fyrir hendur!!! Allt planað og skipulagt niður í minnstu ræmur!!! Sonja ljósmóðir og Eva nemi voru einmitt með mig líka ;) og mér fannst þær yndislegar. Gangi ykkur sem allra best litla fjölskylda, gaman að geta fylgst svona með úr fjarlægð :) Bestu kveðjur úr sveitinni, Eyrún (els). P.s. segi úr sveitinni því við þríeykið erum flutt til Hafnar í Hornafirði núna og munum skemmta hér sveitungum næstu árin :) Vonandi sjáumst við samt eitthvað í els-hittingi :):) Það væri æði!!
Eyrún Unnur Guðmundsdóttir
12.5.2006 kl. 18:20
til hamingju :D
Kærar kveðjur til ykkar, sæta fjölskylda. Þorlákur prins á eftir að gera stóra hluti í framtíðinni, það sést á honum :)
kærar kveðjur,
Kata
Kata
4.5.2006 kl. 12:57
Hæ
Bara að kvitta fyrir heimsóknina. Það er alltaf gaman að sjá nýjar myndir. Þarf nú að líta á ykkur áður en við flytjum í sveitasæluna í næstu viku.
Kristín Jóhó
2.5.2006 kl. 19:13
Til hamingju með nafnið og þennan flotta strák ;)
Ég og "Preben" erum búin að skoða allar myndirnar í dag!
kv.
Arna HR
Arna HR
2.5.2006 kl. 18:29
Til hamingjuuuu!!!!
Innilegar hamingjuóskir með þennan heilbrigða og myndarlega unga mann, nafnið spillir ekki fyrir svona hraustum kappa; Þorvaldi frá Blikastöðum ;) Bestu kveðjur, HHH fjölskyldan
Hildur, Hjörtur og Hilmar Snær
1.5.2006 kl. 11:58
Til hamingju Þorlákur...
..með nafnið þitt, það er gullfallegt og hæfir fallegum dreng;) Hlakka til að sjá þig á morgun.
Kveðja Sabína
Sabína Steinunn
30.4.2006 kl. 11:42
Drengur kenndur við Messu
Innilega til hamingju með fallega nafnið.
Kveðja af forsetanesinu
Ragga,Stebbi,Lárus Orri og Sindri Svan
Ragga, Stebbi og synir
28.4.2006 kl. 15:33
Til lukku
Elsku litla fjölskylda.
Til hamingju með nafnið öll sömul.
Myndarstrákur enda Blikastaðaprins.
Bestu kveðjur
Lóa ömmusystir á Selfossi
Lóa ömmusystir
28.4.2006 kl. 11:33
Til hamingju með nafnið
Til hamingju öll með nafnið. Þorlákur Blikastaðprin hljómar sko mjög vel ;)
Kossar og knús
Hilda HR
27.4.2006 kl. 15:05
Til lukku
Til hamingju með nafnið Þorlákur minn. Segðu nú mömmu þinni að ég er á leiðinni, ég viltist bara aðeins;)
kveðja
Láretta Nágranni
26.4.2006 kl. 19:02
Fallegt nafn;)
Til hamingju með nafnið, passar vel á hann:)
kær kveðja,
Sonja
Sonja HR
26.4.2006 kl. 17:20
Innilegar hamingjuóskir
Til hamingju með nafnið elsku fjölskylda. Koss og knús, kv.beta
Beta
25.4.2006 kl. 21:40
Til hamingju
Elsku fjölskylda innilega til hamingju með nafnið, ekkert smá glæsilegt nafn. Verð að fara að koma og kíkja á ykkur. Gæfan veri með ykkur, knús í krús. Alma
Alma
25.4.2006 kl. 15:52
kveðja
Guðlin og Magnús
Til hamingu með Þorlág
Kveðja Svavar og Marta
Svavar og Marta
24.4.2006 kl. 21:24
Þorlákur Blikastaðaprins!
Til lukku með nafnið litli prins :) Bið að heilsa hele familien!
Tinna HR
23.4.2006 kl. 12:02
Vel valið:)
Ofsalega hafið þið valið fallegt nafn á drenginn! Til hamingju með það. Bestu kveðjur til ykkar allra! Anna Ýr
Anna Ýr
22.4.2006 kl. 2:18
Til hamingju með gæjann, hann er mjög myndarlegur.
Hafið það sem allra best.
Kv. Berglind (ML)
Berglind
19.4.2006 kl. 12:30
Elsku Guðlín og Maggi !
Til hamingju með litla prins hann er ekkert smá fínn og mannalegur.
Hlakka til að hitta ykkur
Kv Víðivallagengið Selfossi
Jensína & co
12.4.2006 kl. 22:08
Til hamingju
Halló Inga tengdó var að láta okkur vita af síðunni. Innilegar hamingjuóskir með drenginn. Hann er bara flottur og sætur, það verður gaman að sjá hvernig hann plummar sig í gúmmurunum þegar hann verður sendur í sveitina. Gangi ykkur allt í haginn.
Hrafnhildur og Kolbrún
12.4.2006 kl. 14:22
Til hamingju með drenginn.
Elsku Guðlín og Maggi. Innilega til hamingju með þennan gullfallega dreng. Hann er einstaklega mannalegur af ekki eldra barni að vera. Okkur finnst við sjá Guðlínarsvip en sennilega er hann blandaður.
Bestu kveðjur frá Gaulverjabæ
Stína Gaulverjabæ
10.4.2006 kl. 21:22
Glæsilegt!!!
Halló Guðlín. Til hamingju með bæði brúðkaup og þetta dásamlega barn. Megi lífið leika við þig áfram ;-). Takk fyrir kveðjuna til Guðgeirs.
Bestu kveðjur
Magga
Margrét Guðjónsdóttir
10.4.2006 kl. 17:30
Okkur þótti gaman að skoða
myntirnar ykkar Við óskum
ykkur alls góðs og gngið
allt í hægin
Svavar og Marta
10.4.2006 kl. 17:20
10.4.2006 kl. 17:19
8.4.2006 kl. 18:56
sæll elsku frændi
Sæll elsku frændi og velkominn í fjölskyldunna mikið ertu sætur ,og stór gaman að sjá allar myndirnar af þér það fer óðum að stittast að ég fara að koma í heimsókn og hlakka ég mikið til að hitta þig og mömmu og pabba .Hafðu það alltaf sem best . Guð og gæfan fylgi þér elsku litli vinur .
Gróa frænka
8.4.2006 kl. 15:47
Lang sætastur!!!
Það er nú meira hvað litli prinsinn er sætur og bara verður sætari með hverjum deginum. Ég bara spyr hvar þessi sætleiki eigi eftir að enda??? Gaman að fylgjast með honum blómstra=)
Bið að heilsa ykkur öllum!
Bestu kveðjur,
Ýr
4.4.2006 kl. 9:33
sykursnúður
Hann er algjört yndi.. algjör sykursnúður :)
sætar nýju myndirnar :)
kveðja
Hilda Guðný
3.4.2006 kl. 23:37
Sætastur
Innilega til hamingju hann er ekkert smá sætur hlakka til að knúsa hann. Guð og englarnir geymi ykkur.
Kveðja Sæunn
Sæunn Ósk
2.4.2006 kl. 22:28
Til hamingju með...
litla gullmolann. Við Christian Darri tökum okkur göngutúr við gott tækifæri til að líta hann augum.
ps. fékk hann þessa "brunku" í brúðkaupsferðinni hihi
Láretta
30.3.2006 kl. 23:24
Blikastaðakrúttið
Elsku Maggi og Guðlín! Innilega til hamingju með þennan fallega prins. Gangi ykkur sem allra best með þetta allt saman, við kíkjum á ykkur við tækifæri.
Bestu kveðjur frá Rúnu, Gunna og Steinunni Erlu
Liðið í Súluhöfða
30.3.2006 kl. 12:49
Innilega til hamingju með litla ljósið
Til hamingju með litla kútinn. Hann er alveg fullkominn, algjör rúsína. Hlakka til að hitta ykkur. Kveðja, Helena
Helena
30.3.2006 kl. 9:12
Hæ sæti!!
Það verður að segjast að það er nú töluvert af tímanum í skólanum sem fer í að dáðst af þér herra minn..... mjög skemmtilegt að fá að sjá þig breytast dag frá degi. Hlakka til að sjá þig ljúflingur kveðja Anna Ýr
Anna Ýr
30.3.2006 kl. 9:09
Tengdasonurinn
Til hamingju með litla ljósið. Vonandi hafið þið það sem allra best öllsömul.
Emmu finnst hann líka frekar flottur, þetta lofar góðu.
Dísa og Ívar
29.3.2006 kl. 22:52
Til lukku með lákann!
Hæ Guðlín.
Mikið er þetta sætur og myndarlegur strákur hjá þér.....hlakka til að heyra af honum frægðarsögur. Hafðu það gott.
kv.
Gugga
Gugga
29.3.2006 kl. 21:05
Alltaf fríkkar flokkurinn
Til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn. Megi Guð og gæfan fylgja ykkur
Nonni frændi og Magga
Jón Sigurðsson
29.3.2006 kl. 14:42
Elsku Guðlín og Maggi.
Innilega til hamingju með þennan myndarlega dreng. Gangi ykkur vel.
kv. Rúna í HR
Rúna Schopka í HR
29.3.2006 kl. 13:25
Innilega til hamingju með litla gullmolann
jjjjiii minn eini hann er ekkert smá flottur, litli gullmolinn enda á hann ekki langt að sækja það!! Algjör krúsímúlí. Kær kveðja Finna, Jónas og Jason Hagalín
Guðfinna
29.3.2006 kl. 10:19
Innilegar hamingjuóskir !
Elsku Guðlín og Maggi,
Til lukku með prinsinn. Hann er algjör rúsína. Gangi ykkur vel með nýja hlutverkið.
Bestu kveðjur,
Erla og Bjarki
28.3.2006 kl. 22:44
Til hamingju
Innilega til hamingju með drenginn. Gangi ykkur allt í haginn.
Kv. frá Blönduósi.
Magga og Jón
28.3.2006 kl. 16:14
Til hamingju með soninn
Elsku Maggi og Guðlín til hamingju með soninn.
Það er nú orðið mjög erfitt að vera nokkrum húsum frá og hafa ekki séð kappann með berum augum. Endilega látið okkur vita þegar okkur er óhætt að skottast yfir ;o)
Kveðja úr Klapparhlíð
Ólafía og Bogi
28.3.2006 kl. 16:10
Til hamingju elsku vinir;)
Innilegar hamingju óskir með nýja hlutverkið, myndirnar lofa góðu;) tið takið ykkur vel út með gullfallegan snáða.
Kveðja Sabína
Sabína Steinunn
28.3.2006 kl. 14:39
Innilega til hamingju!!!
Elsku Maggi og Guðlín! Innilega til hamingju með gullfallega prinsinn ykkar! Þetta er ótrúlega skemmtilegur tími og njótið þess í botn að kúra og knúsa hann eins og þið getið, þau stækka nefnilega ofboðslega hratt þessar elskur :o)
Sigrún, Gunni, Daníel og Obba Dóra
28.3.2006 kl. 9:03
Til hamingju með kappann!!
Elsku Maggi og Guðlín, innilega til hamingju með litla strákinn!!! Hann er ekkert smá myndarlegur! Hlakka rosa til að sjá hann..er að koma heim 3. apríl í viku...kannski ég fái að kíkja við og sjá krúsilíusinn?
Kær kveðja
Hulda
p.s. Tor segir til hamingju
Hulda
28.3.2006 kl. 8:54
Velkominn í heiminn!!!
Hæ litli prins, velkominn og gaman að sjá þig=) Elsku foreldrar, innilega til hamingju með nýja hlutverkið. Þið eruð stórglæsileg fjölskylda. Megi Guð blessa ykkur ríkulega!
Ýr
Ýr
28.3.2006 kl. 8:38
TIl HAMINGJU!!!!
Elsku Guðlín, Maggi!
TIl hamingju með þennan sæta stóra prins!! Hlakka til að sjá ykkur, bestu kveðjur Anna Ýr
Anna Ýr
27.3.2006 kl. 21:25
Hamingjuóskir.
Elsku Guðlín frænka og Maggi,innilega til hamingju með þennan stóra og myndarlega prins,gangi ykkur vel.. Kveðja úr sveitinni.
Fólkið á Bólstað.
27.3.2006 kl. 21:23
Til lukku!
Elsku Guðlín... já og Magnús líka :)
Innilega til hamingju með litla prinsinn, hann er ekkert smá flottur! Gangi ykkur allt í haginn og njótið lífsins,
Kv. Margrét
Margrét H, HR
27.3.2006 kl. 20:31
Innilega til hamingju með litla prinsinn
Elsku Guðlín og Maggi innlega til hamingju með litla sæta prinsinn, ekkert smá stór og myndarlegur, hlakkar rosalega mikið til að sjá hann, kveðja Ása og co.
Ása og strákarnir
27.3.2006 kl. 20:09
Innilegar hamingjuóskir!
Elsku Guðlín til hamingju með litla prinsinn þinn, hann er alveg hreint gullfallegur! Fæddist bara akkúrat mánuði á eftir minni litlu prinsessu :)
Guðbjörg úr HR
27.3.2006 kl. 19:22
Hamingjuóskir
Elsku Maggi og Guðlín, innilega til hamingju með þennan fallega dreng, gangi ykkur vel, hlökkum til að sjá ykkur
kveðja úr Skeljatanganum
Ragga, Einar og Helena
27.3.2006 kl. 17:55
Til lukku með kappann...
Innilega til hamingju með drenginn, það er augljóst að hann mun ekki láta sitt eftir liggja þessi, fjallmyndarlegur og stæðilegur gutti. Hlökkum til að hitta hann.
Tóti, Kiddý og Jóhanna Lilja
Fólkið í Stórholtinu
27.3.2006 kl. 15:09
Til hamingju með þennan myndarlega prins!
Prinsinn bara mættur og það á réttum tíma! Innilega til hamingju með hann, hann er rosa fallegur:) Gangi ykkur vel með hann.
kveðja,
Sonja HR
Sonja
27.3.2006 kl. 14:44
Til hamingju með lita sæta gullmolann :)
Innilega til hamingju með þennan yndislega sæta litla/stór ;) Blikastaðaprins .... enginn smá krúsílíus :D
kveðja
Hilda Guðný HR
Hilda Guðný
27.3.2006 kl. 14:21
Til lukku með Blikastaðaprinsinn!
Sælir nýbökuðu foreldrar,
frábær síðan og æðislegar myndirnar :)
gaman að geta fylgst svona náið með litla erfingjanum. Gangi ykkur sem allra best!
Tinna HR
27.3.2006 kl. 13:29
Til hamingju með gulldrenginn
Hæ Maggi og Guðlín
Innilega til hamingju með þennan fallega dreng hann er æði.
Kveðja Hafdís
Hafdís og Arnar
27.3.2006 kl. 13:28
Hamingjuóskir
Elsku vinir innilega til hamingju með þennan gullfallega dreng.
Gangi ykkur sem allra best. Hlökkum til að koma kíkja á ykkur
kv Ragga og Stebbi
Ragnhildur Elín Lárusdóttir
26.3.2006 kl. 21:08
Maggi litli fæddur
Til hamingju með stubbin bíðum spent eftir myndum af frænda
Sigurður Magnússon
26.3.2006 kl. 19:25
Hamingjuóskir
Elsku Magnús Þór og Guðlín.
Innilega til hamingju með drenginn.
Mamma og Pabbi á Blikó
26.3.2006 kl. 15:24
Elsku Guðlín og Maggi. Innilegar hamingjuóskir með prinsinn. Guð og gæfa fylgi ykkur, knús.
Alma
25.3.2006 kl. 9:57
Hallò elsku Maggi og Gudlìn. Vid nordurlandagellurnar erum staddar saman hèr ì Oslò thessa helgina. Vorum ad skoda fìnu sìduna ykkar med morgunmatnum okkar. Hløkkum mikid til ad heyra frèttir af grìsnum! Hvenær er von à honum/henni? Gangi ykkur rosa vel med fædinguna og allt thad òged. Kær kvedja
Barnslausu Agnes og Hulda
Agnes og Hulda
23.3.2006 kl. 23:25
Það er ekk að spyrja að myndarskapnum hjá Blikastaðafrúnni. Skemmtilegar og fallegar myndir, sérstaklega vel vaxna vinkonan from the States. Hlakka til að kíkja á erfingjann. Hafið það gott, knús Alma
Alma
22.3.2006 kl. 17:34
Blikastaðarbarn
Það er ekki að spyrja að myndarlegheitunum...... og mikið verður nú gaman að fá nýtt barn á Blikó..... bíð spennt hér fyrir norðan eftir fregnum :o)
Helga systir
21.3.2006 kl. 16:26
Styttist í erfingjann:)
Innilega til hamingju með þessa flottu síðu, það er enginn maður með mönnum nema eiga eitt stykki heimasíðu í dag hehe. Takk fyrir komuna um daginn og takk kærlega fyrir dömuna. Ætli þetta hafi ekki verið í síðasta sinn sem við sáum bumbulíusinn í búrinu sínu, næst hittum við erfingjann bara í eigin persónu:) Ji, þetta er allt svo spennó! Gangi ykkur ofsalega vel í fæðingunni og öllu sem því fylgir.
Bestu kveðjur úr Súluhöfðanum
Rúna, Gunni og Steinunn Erla
21.3.2006 kl. 15:38
Flott framtak
Hæ ánægð með þetta hja ykkur massa flottar myndir
Nú bíður maður bara spenntur eftir honum magga litla magg
Kv RAgga og CO
Ragnhildur Elín Lárusdóttir
21.3.2006 kl. 13:24
Frábært :-)
Ja hérna en geggjað. Ég er nú alltaf staðráðin í því að koma áður en erfinginn lætur sjá sig og aðallega til að sjá hvað þú ert myndarleg Guðlín mín. En nú er ég ekkert tilneydd hmmmm, nú sé ég hvað þú er óskaplega (eins og mamma þín segir alltaf :-) falleg svona ófrísk. Já þú ert ekkert smá sætust og flott hárið hehehe.
Jú ég reyni að renna við......... ég hitti nú Magga alltaf annað slagið, hann er alltaf á fullu að saga og negla og byggja upp miðbæinn :-)
Allavega, þetta er æðisleg og húmorinn er alltaf á sínum stað hahahaha. Skemmtilegt alltaf hjá ykkur orðavalið, "kallinn að kötta", ég vældi úr hlátri :-) muhuhuhuhuhuhuhu.
Jæja dúllurnar mínar. Ég fylgist grannt (já grannt hmmmm) með svo þið verðið að vera duglega að "öppdeita". Síjúleiteraligeiter og hafið það sem best á þessum síðustu dögum meðgöngunnar. Ástarkveðja, Helena
Helena
21.3.2006 kl. 9:39
til hamingju með síðuna
Hæ hæ Guðlín mín, rosalega er þetta flott síða hjá ykkur, hlakka rosalega til að sjá myndir af litla/litlu, bíð rosalega spennt ;o) kveðja Ása
Ása í HR
18.3.2006 kl. 20:39
Guten tag
Það er nú gaman að geta loksins farið að kalla sig móðursystur! En hvað það verður gaman að fá að skoða litla krílið á veraldarvefnum þó svo að ég verði örugglega líka dugleg að skoða það í eigin persónu:) En allavega til hamingju með síðuna kæru foreldrar og barn!
Bestu kveðjur, Sigrún móða
Sigrún móðursystir
17.3.2006 kl. 17:50
Fyrst :)
Jei! Ég fæ líka að vera fyrst í gestabókina! nananananana ;)
Það verður gaman að fylgjast með litla krílinu ykkar vaxa og dafna. Vil líka bara óska krílinu innilega til hamingju með að vera svona heppið með foreldra. Ekki það að ég þekki Magnús neitt en til að eiga Guðlínu skilið þarf hann að vera algjört gull og ég geri bara ráð fyrir að hann sé það ;) hehe
Ciao
Sóley
Sóley